Víðsjá

Sjálflærðir læknar, Pálmavínsdrykkjumaðurinn, Ást Fedru

Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. Svo hljóðar efnislýsing bókarinnar Pálmavínsdrykkjumaðurinn eftir nígeríska rithöfundinn Amos Tutuola sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Angústúru á dögunum. En bókin er frá miðri síðustu öld og öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku sem kom út utan heimalandsins. Við ræðum við Janus Chr. þýðanda bókarinnar í þætti dagsins.

Nýverið kom út þrítugasta og fyrsta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og kallast hún Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar, lækningaiðkanir Jóns Bergsted í Húnavatnssýslu,1828-1838. Jón lauk formlegri skólagöngu sinni við fermingaraldurinn og var því algjörlega sjálflærður læknir. Í dagbók hans er finna lýsingar á þeim sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti. Við kynnum okkur Jón og lækningaraðferðir hans í þætti dagsins.

En þátturinn hefst á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur á Ást Fedru sem frumsýnt var um liðna helgi í Þjóðleikhúsinu.

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,