Víðsjá

Hendi næst, Dulstirni/Meðan glerið sefur og All of This is Chance

All of This is Chance nefnist plata úr smiðju írska tónlistarmannsins Lisu O'Neill, en hún kom út í fyrra og vakti þónokkra athygli. Á plötunni sækir Lisa í írska þjóðlagatónlist og miðlar textum um móðurástina, hina kvenlægu orku, föglasöng og hina vægðarlausu raun sem liggur baki allra tákna. Við kynnum okkur þessa mögnuðu plötu í þætti dagsins.

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, verður einnig með okkur í þættinum og þessu sinni hugar hún bókunum Dulstirni og Meðan glerið sefur sem Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrir jól.

Við lítum líka inn á sýninginuna Hendi næst í Ásmundasafni, þar sem verk samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta handverkshefðir, eiga í samtali við verk Ásmundar. Við hittum Becky Foresythe, sýningarstjóra, og tökum hana tali um sýninguna í þættinum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,