Víðsjá

Púls, félagslegt húsnæði og nýr leikhússkóli

Um liðna helgi opnuðu tvær sýningar í Listval við Hverfisgötu, á bak við þær eru listamennirnir Helga Páley Friðþjófsdóttir og Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttur. Sýning Hólmfríðar Sunnu kallast Púls og sýnir málverk þar sem efnið sjálft ræður för á ferð um hringrás náttúrunnar; himinn, jörð, plöntur, hold og kynjaverur og allskyns óvænt form birtast þar í mjúkum tónum og lífrænum formum. Hólmfríður er með bakgrunn í heimspeki og segir þau fræði vera samofin hennar myndlistarpælingum. Við lítum inn í Listval í þætti dagsins.

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, verður einnig með okkur í dag og þessu sinni fjallar hún um hnignun félagslegs húsnæðis á Íslandi.

Og við hugum líka menntun í þættinum. Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir fólk á aldrinum 18-22 ára. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst í maí. Við ræðum við skólastjórann og aðalkennara námsins, Völu Fannell, í þættinum.

Frumflutt

28. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,