Víðsjá

Svipmynd af rithöfundi: Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir hefur komið víða við á sínum rithöfundarferli. Skrifað skáldsögur, ljóð, leikrit, leikgerðir, smásögur og sýningartexta. Þá hefur hún einnig starfað sem blaðamaður og bókavörður. Teikningar Kristínar eru líka mörgum kunnar en um þessar mundir var opnuð sýning á teikningum eftir hana í Gerðubergi og nefnist hún Sjáðu fegurð þína í höfuðið á ljóðabók sem Kristín gaf út árið 2008, en haldið var ritþing í lok október þar sem ho?fundarverki var gerð ri?kulega skil - og hér á rásinni verður sérstaklega fjallað um ritþingið síðar. Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín og hafa þau einnig komið út víða um heim. Fyrir þessi jól sendir Kristín frá sér skáldsöguna Móðurást: Oddný, bók sem fjallar um lífshlaup langaömmu hennar sem elst upp í Bræðratungu á 19. Öld í hópi hörkuduglegra og glaðsinna systkina.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,