• 00:01:36Sunna Gunnlaugsdóttir
  • 00:26:57Snorri Ásmundsson

Víðsjá

Sunna Gunnlaugsdóttir, Snorri Ásmundsson

Becoming kallast plata jazzpíanistans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Platan hefur vakið athygli í jazzheiminum enda tríó Sunnu með tryggan hlustendahóp eftir 20 ár í bransanum. Sunna segir þau spila evrópskan samtímajazz, sem einkennist af bandaríksum rótum og norrænni lýrík. Við ræðum við Sunnu í þætti dagsins, um ferðalög í músík og músíkina í ferðalögum, skapandi ferli og sambandið við hlustendur, svo eitthvað nefnt.

Við hittum líka forsetaframbjóðandann, sjáfstæðismanninn, gúruinn, kattaframbjóðandann, prestinn og besta pínóleikara Evrópu, þ.e.a.s. Snorra Ásmundsson myndlistarmann en sýningin Boðflenna - yfirlitssýning á verkum Snorra - verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun. Við rúllum í Reykjanesbæ og hittum Snorra í safninu í þætti dagsins.

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,