Víðsjá

Fikta, Vanþakklái flóttamaðurinn, Gork

Harmonikkuliekarinn Jónas Ásgeir Ásgeirson hlaut á dögunum íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Fikta.

Platan er nefnd eftir verkinu Fikta eftir Friðrik Margrétar - Guðmundsson en einnig er á henni finna verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Ingólfsson og Finn Karlsson. Jónas Ásgeir er einn af fáum íslendingum með framhaldspróf í klassískum harmonikkuleik, en hann heillaðist ungur af hljóðfærinu sem hefur átt hug hans síðan. Jónas býr og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði nám við konunglega tónlistarskólann þar í borg. Við sláum á þráðinn til Jónasar í þætti dagisns og heyrum af bestu plötu ársins, Fikta.

En við hefjum þáttinn á annars konar tónlist, rokkskotnum jazzi af plötunni Gork. Óskar Kjartansson trommuleikari segir frá henni í þætti dagsins.

Við heyrum einnig rýni Gauta Kristmannssonar í Vanþakkláta flóttamanninn eftir íranska höfundinn Dinu Neyeri. Bókin kom úthjá Angústúru í fyrra í þýðingu Bjarna Jónssonar, en höfundurinn verður einmitt gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík í næsta mánuði.

Frumflutt

28. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,