Víðsjá

Myrkir músíkdagar, Blómstrandi framtíð og Mergur/rýni

Í dag hefjast Myrkir músíkdagar, sem standa yfir fram á sunnudag. Við lítum við á æfingu fyrir upphafstónleika Myrkra hér í upphafi þáttar og hittum fyrir þær Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Báru Gísladóttur, sem báðar eiga hljómsveitarverk sem frumflutt verða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld. Katla Ársælsdóttir rýnir í Merg, nýtt íslenskt tón og leikverk eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, og við lítum inn í Hafnarhús þar sem Katrín Elvarsdóttir opnaði sýninguna Blómstrandi framtíð um liðna helgi. Þar mætast heimar ólíkra plantna sem allar hafa ríkulega sögu segja.

Frumflutt

29. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,