Víðsjá

Una Björk Kjerúlf handhafi Ljóðstafs Jóns úr vör, fyrsta útvarpssendingin, Tumi Árnason/pistill

Una Björk Kjerúlf hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör, en verðlaunin hafa verið veitt frá ár­inu 2001 í minn­ingu skálds­ins Jóns úr Vör. Ljóð Unu Bjarkar kallast Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra ljóðaen í rökstuðningi dómnefndar segir það listilega lipurt og leikandi en efni þess nokkuð kvíðablandið þegar betur er gáð. Við ræðum við Unu Björk Kjerúlf í þætti dagsins.

Einnig minnumst við fyrstu útvarpssendingarinnar á Íslandi sem fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fyrir 100 árum síðan. Þetta var fyrir daga ríkisútvarpsins en Ottó B. Arnar símfræðingur hafði fengið leyfi til stofna og starfrækja útvarpsfélag og stóð þessari útsendingu. Til minnast þessa stórviðburðar höfðu þeir Sigurður Harðarson, rafeindavirki og formaður Hollvina um sögu útvarps á Íslandi og Birgir Arnar, sonur Ottós B Arnar, frumkvæði því útvarpsguðsþjónustu frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði verður útvarpað beint hér á Rás 1 á 100 ára afmælinu næstkomandi sunnudag. Þeir verða gestir okkar í dag.

Einnig flytur Tumi Árnason pistil þar sem meðal annars plata Sölva Kolbeinssonar kemur við sögu.

Frumflutt

22. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,