Víðsjá

Saga af svartri geit, hljómfræði og Jón Kristinsson

Af hverju eru öll blúslög eins? Þessi spurning var yfirskrift Tónlistarkaffis sem haldið var í Borgarbókasafninu í spönginni um síðustu helgi. Á viðburðinum skoðaði Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild safnsins, hljómfræðina sem mætti segja dvelji í undirmeðvitund okkar; hljómfræðina sem við finnum fyrir en kunnum kannski eða kannski ekki skil á. Við ræðum hljómfræðina við Valgeir í þætti dagsins.

Nýverið gaf Angústúra út skáldsöguna Saga af svartri geit eftir Peruamal Muragan, í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Saga af svartri geit er saga af samfélagi, stétt og kærleika frá einum frumlegasta höfundi Indlands, en Murugan er fyrsti tamíslki höfundurinn sem gefin er út á íslensku. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.

Á fimmtudaginn verður blásið til málþings um Jón Kristinsson arkitekt í Veröld, húsi Vigdísar. Málþingið er haldið til fagna 60 ára starfsafmæli Jóns og einnig til kynna hugmyndir hans sem eru lítt þekktar hér á landi en hann er meðal annars þekktur fyrir hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. Í upphafi þessa árs hlaut hann fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi. Við ræðum við Inga Rafn Ólafsson, skipuleggjanda málþingsins í þættinum.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,