Víðsjá

Íslensku bókmenntaverðlaunin, list í World Class, Því dæmist rétt vera

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar fyrir helgi. Slíkum uppskeruhátíðum fylgir oft gagnrýni af ýmsu tagi. Settar eru spurningar við stöðu ljóðabókarinnar innan flokks fagurbókmennta, tímasetningu tilnefninga í miðju jólabókaflóði og almennt fyrirkomulag verðlaunanna. Við berum þessa gagnrýni undir tvo gesti í þætti dagsins, Heiðar Inga Svansson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda og Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjórna Forlagsins.

Einnig heyrum við vangaveltur Elínaborgar Unu Einarsdóttur um klámfengna list í World Class í samhengi við hugmyndir Foucault um lífvaldið. Og Soffía Auður Birgisdóttir tekur þessu sinni fyrir bók Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,