Víðsjá

Athugasemdir, Tunglóður, Jerúsalem

Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan hafa brag á ljóðunum án þess hafa hátt eins og hann kemst sjálfur orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum.

Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls.

Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.

Frumflutt

8. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,