Víðsjá

Svipmynd af rektor Listaháskóla Íslands, Maístjarnan

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín er auðvitað þjóðkunn kona. Eftir stuttan tónlistarferil fór hún í nám í dramatúrgíu til Árósa, tók svo meistaragráðu í leikstjórn í London og starfaði um árabil sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Hún tók við starfi Borgarleikhússtjóra 2014 og stýrði leikhúsinu við góðan orðstír, sýningar slógu aðsóknarmet og sópuðu til sín verðlaunum. Hún lét af störfum þar 2020 áður en hennar öðru tímabili þar lauk, til einbeita sér öðrum verkefnum. Hún var ráðin prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022 og hefur verið ráðin rektor skólans.

Við ætlum kynnast Kristínu betur í þætti dagsins, heyra af hennar leið í lífinu og listinni, vita afhverju hún sótti um stöðu rektors og hver hennar sýn á skapandi greinar eru.

En við hefjum þáttinn á því heyra af tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðaverðlaunum sem eru veitt af Rithöfundasambandi Íslands og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í maí ár hvert.

Frumflutt

26. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,