• 00:03:14Venjulegir staðir / Gerðarsafn
  • 00:20:28Árstíðir / Rýni
  • 00:30:25Kannibalen / Tjarnarbíó

Víðsjá

Venjulegir staðir, Kannibalen og Árstíðirnar

Í Gerðarsafni var fyrsti fasi sjónlistasýningarinnar Venjulegir staðir opnaður um síðustu helgi. Venjulegir staðir er sýning þar sem sjónarhorn ljósmyndarinnar er kannað með verkum sem vísa í staðleysur, hversdagsleika og brenglun hans. Við ræðum við ljósmyndarann Ívar Brynjólfsson og sýningarstjórann Brynju Sveinsdóttur í þættinum.

Einnig fáum við heyra hvað Trausta Ólafssyni finnst um nýtt íslenskt Dansverk; Árstíðirnar sem frymsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina.

Danska verðlaunaverkið Kannibalen, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í vikunni, fjallar um einn umtalaðasta mannátsglæp síðari ára. Aðstandendur verksins segja það ekki vera neitt hryllingsklám, heldur einlæga leit skilningi á slíkum verknaði. Ekkert skafað af ofbeldinu en jafnvel meira sláandi er það sem mæti áhorfendum þegar kafað undir yfirborð þessara einstaklinga. Við ræðum við leikstjórann Adolf Smára Unnarsson og leikarana tvo, Fjölni Gíslason og Jökul Smára Jakobsson, í þætti dagsins.

Frumflutt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,