Víðsjá

Svipmynd af ritöfundi / Dagur Hjartarson

Dagur Hjartarson rithöfundur er gestur Víðsjár í Svipmynd vikunnar. Dagur hóf ritferil sinn á birtingu ljóða í Lesbók Morgunblaðsins og örfáum árum síðar hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Þar sem vindarnir hvílast. Síðan þá hefur Dagur gefið út smásagnasafn, skáldsögur og fleiri ljóðabækur. Hann hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins. Á ferli sínum hefur Dagur fengist við pistlaskrif og hann er einn af stofnendum Tungls forlags.

Við ræðum skáldskapinn og allt þar á milli við Dag. Um gleðina í ljóðinu og glímuna við skáldsöguna, upptendrun í ritlistarnámi og æskuna í Gravarvogi þar Dagur svaf innan um bækur og lét sig dreyma um atvinnumennsku í golfi. Hann þakkar fyrir hafa alist upp fyrir tíma algóritmans, hafa fengið leiðast og vera á valdi örlaganna en ekki stórfyrirtækjanna. Við ræðum líka myndhverfingar og hvernig ráðamenn nýta þær sér í hag, bæði til góðs og ills.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,