Víðsjá

Íslenski dansflokkurinn 50 ára, Til hamingju með að vera mannleg

Íslenski dansflokkurinn fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Flokkurinn var stofnaður árið 1973 eftir þó nokkurn aðdraganda. Það voru svo ballettmeistararnir Alan Carter og Julia Claire sem komu hingað til lands til vinna stofnun þessa atvinnu dansflokks 1. júní 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Íslenski dansflokkurinn, sem hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu, hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis. Við heyrum í Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra dansflokksins hér síðar í þættinum og ræðum um stöðu dansflokksins, áskoranir og framtíð.

Dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Katrín Johnson hafa báðar starfað með Íslenska dansflokknum og hafa einnig reynslu af því starfa sem dansarar utan landssteinanna. Þær fóru ungar utan til náms, enda bauðst dönsurum ekki framhaldsmenntun hér á landi fyrr en Listaháskólinn kom til sögunnar. Katrín tók frekar ung ákvörðun um skipta um starfsvettvang á meðan Valgerði finnst það jafnast á við hætta anda hætta dansa. Við ræðum við þær í þætti dagsins um breytt landslag danssenunnar, ferilinn og líf dansarans.

Og Nína Hjálmarsdóttir rýnir í sýningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur Til hamingju með vera mannleg sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.

Frumflutt

27. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,