• 00:03:13Kári Egilsson um Óróapúls
  • 00:19:44Perlan / Hildigunnur Sverrisdóttir
  • 00:32:06Ef garðálfar gætu talað

Víðsjá

Ef garðálfar gætu talað, Óróapúls, Perlan

Óróapúls er önnur platan sem Kári Egilsson gefur út í ár en fyrr á þessu ári gaf hann út sálartónlistarplötuna Palm Trees in the Snow. Á Óróapúlsi finna 9 frumsamin lög sem Kári tók upp ásamt einvala liði tónlistarmanna í Sundlauginni í Mosfellsbæ í fyrra. Tónlist Kára mun fylgja okkur í þættinum og síðan ræðum einnig við stuttlega við hann um plötuna.

Hver vill kaupa Perluna fyrir 4 milljarða? Nýlega fréttist til stæði selja Perluna. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem slík áform eru viðruð en af gefnu tilefni fjallar Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og pistlahöfundur hér í Víðsjá, um þetta óvenjulega mannvirki sem trónir yfir borgarbúum Reykjavíkur.

Í fyrsta skipti sem ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Rut Marrow komu í hjólhýsabyggðina við Laugarvatn árið 2019 voru þær stressaðar um nálgast íbúana því erindið var ljósmynda bæði byggðina og það samfélag sem þar hafði myndast á yfir 40 árum. Fyrsta manneskjan sem þær hittu var Hermann nokkur sem brosti bara breitt og bauð þeim upp á kaffi. Þetta var fyrsti bollinn af mörgum en næstu þrjú sumur mynduðu þær Þórdís og Sigríður litríkt og manneskjulegt samfélag sem í dag er ekki lengur til. Afraksturinn hangir á veggju Þjóðminjsafnis á sýningu sem kallast Ef garðálfar gætu talað og við lítum þar inn í þætti dagsins.

Frumflutt

18. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,