Víðsjá

DRIPP, María Magdalena og Bústaðurinn/rýni

María Magdalena var fyrst til þess hitta Jesú upprisinn, og fyrir henni treysti hann boðskap sínum. Í frumkristni var skrifum um hana ýtt til hliðar og í gegnum söguna hefur ímynd hennar sem aukapersónu orðið ofan á. Síðustu ár hafa ýmsir viljað rétta hlut hennar og bent á árþúsunda áhrif feðraveldisins í söguskoðun kristninnar. Meðal þeirra er Þórey Guðmundsdóttir, sem lítur við í hljóðstofu í síðari hluta þáttar. Trausti Ólafsson rýnir í nýtt leikverk Þórs Tulinius, sem heitir Bústaðurinn og við lítum líka við í Y-gallerí í Hamraborginni, til ræða þar við myndlistarmanninn Sæmund Þór Helgason um sýninguna DRIPP, sem opnaði um liðna helgi.

Frumflutt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,