Víðsjá

Maístjarnan, Feneyjatvíæringurinn og svipmynd af kvikmyndargerðarkonu

Í Víðsjá dagsins hugum við þeim fregnum frá Feneyjartvíæringnum Ruth Patir, fulltrúi Ísraels, hafi ásamt sýningarstjórum sínum, ákveðið loka dyrum ísraelska skálanum þar til vopnahlé á Gaza og endurheimt gísla hefur átt sér stað. Einnig heyrum við hvaða ljóðskáld eru tilnefnd til Maístjörnunnar fyrir árið 2023 og drögum upp svipmynd af kvikmyndagerðarkonu:

Anna Karín Lárusdóttir er kvikmyndargerðarmaður uppalin í breiðholti og á Egilsstöðum. Hún heillaðist snemma af kvikmyndaforminu þá í gegnum föstudagskvikmyndir Rúv og á vídeóleigu Kidda Videoflugu á Egilsstöðum. Hún skráði sig í Kvikmyndaskóla Íslands eftir mamma hennar ráðlagði henni leggja fyrir sig fagið en í kvikmyndaskólanum framleiddi hún stuttmyndina XY, kvikmynd sem kannar upplifanir unglingsins Lísu af því vera intersex. XY vakti þónokkra athygli þegar hún kom út og hlaut shortfish verðlaunin á Sprettfiskshátíðinni árið 2019.

Næsta stuttmynd Önnu Karínar Felt Cute eða sætur kom út á síðasta ári og fjallar hún um Breka, ellefu ára dreng sem prófar sig áfram með farða systur sinnar og föt þegar hann er einn heima - en Felt Cute hlaut einnig shortfishverðlaunin 2024 og tvö Edduverðlaun, ein í flokki stuttmynda og önnur í flokki barna og unglingamynda. Anna Karín stefnir á útgáfu lengri kvikmyndar á næstu árum og langar henni halda áfram rannsaka veröld barna og unglinga sem og þá undarlegu stemningu sem skapast getur í tónlistarskólum landsins.

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,