• 00:03:02Með verkum handanna
  • 00:20:21Óperudagar
  • 00:36:14Á milli glugga og hurðar

Víðsjá

Með verkum handanna, óperudagar og Á milli glugga og hurðar

Með verkum handanna nefnist bók eftir textílsérfræðinginn Elsu E. Guðjónsson sem Þjóðminjasafnið var gefa út. Við ræðum við Lilju Árnadóttur ritstjóra bókarinnar en hún lauk við verkið með aðstoð frá Merði Árnasyni eftir Elsa féll frá 2010.

Óperudagar hefjast á fimmtudag og er þetta í sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir. Guja Sandholt, óperusöngkona og aðalskipuleggjandi daganna mætir í hljóðstofu og segir frá.

Í listagalleríinu i8 við Tryggvagötu stendur yfir sýningin Á milli glugga og hurðar. Sýningin er hópsýning fimm erlendra listakvenna sem nýta tungumálið sem kveikju og efni verka sinna. Við heimsækjum galleríið og ræðum við aðstoðar-framkvæmdarstjóra þess Dorotheu Halldórsdóttur um verk sýningarinnar.

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,