Víðsjá

Strokkvartettinn Siggi, ... og hvað með það og En agosto nos vemos

Í þætti dagsins ræðum við við tvo af fjórum meðlimum Strokkvartettsins Sigga, en plata þeirra Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets - Siggi String Quartet, er tilnefnd sem plata ársins og þau eru einnig tilnefnd sem flytjendur ársins. Strengjakvartettar Atla Heimis spanna stóran hluta ferils hans sem tónskálds og gefa, líkt og segir í texta sem fylgir með plötunni, ómetanlega yfirsýn á hversu flinkur hann var leika sér með alskyns form og stíla.

Trausti Ólafsson leikhúsrýnir segir frá sinni upplifun af nýjustu afurð leiklistarhópsins Lab Loka, leikverkinu …og hvað með það.

Og við hugum einnig af glænýrri bók, En agosto nos vemos, eftir kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Márquez sem gefin er út þvert á fyrirmæli höfundar um förgun handritisins honum látnum. Bókin kemur út á spænsku og ensku 12. mars 2024.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,