Víðsjá

Svipmynd af leikara; Sigurður Þór Óskarsson

Sigurður Þór Óskarsson, leikari, útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan starfað hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu ásamt því koma fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal verka sem hann hefur komið fram í eru leikritin Billy Elliot, Djöflaeyjan, Kæra Jelena, Emil í Kattholti og Deleríum Búbónis en á skjánum hefur hann komið fram í Rökkri, Ófærð og Allra síðustu veiðiferðinni svo fátt eitt nefnt. Leiklistin og tónlistin hafa fylgt Sigurði frá unga aldri og á framhaldsskólaárum sínum hálfslysaðist hann inn í aðalhlutverk leikrits og hefur allar götur síðan staðið reglulega á fjölunum.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,