Víðsjá

Lingering Space í Listval, íslensk myndlist í Buffalo, Arkitektúruppreisnin á Íslandi

Málverkasýningin Lingering Space hefur staðið opin í Listval frá 16. mars en þar sýnir Steingrímur Gauti Ingólfsson óhlutbundin málverk sem skoða samspil sköpunar, egósins og andlegs þroska með innsæið leiðarljósi. Við kíkjum í Listval í þættinum.

Hildigunnur Sverrisdóttir verður einnig með okkur í þættinum en í dag beinir hún sjónum facebookhópnum Arkitektúruppreisnin á Íslandi; byggjum fallegt aftur - en þar gjarnan fram hitaumræður um stöðu byggingalistar á Íslandi.

Einngi kynnum við okkur listasýningu í Bandaríkjunum þar sem stór hópur listamanna frá Norðurlöndunum veltir fyrir sér stöðu landslagsmálverksins á tímum loftslagsbreytinga. Sigurður Ámundason er þeirra á meðal og er gestur okkar í dag.

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,