Víðsjá

Serótónínendurupptökuhemlar, annáll um sviðslistir og Móðurást: Oddný

Afhverju líður okkur ömurlega einn daginn en frábærlega þann næsta? Á hverju veltur afstaða okkar til lífsins og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Þessar og fleiri spurningar kvikna í huga Reynis, aðalpersónu Serótónínendurupptökuhemla, nýjustu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Við ræðum við Friðgeir um Reyni og tilgang lífsins í þætti dagsins.Einnig fara þær Nína Hjálmarsdóttir og Eva Halldóra Guðmundsdóttir yfir árið á fjölunum í sviðslistaannál og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Oddný: Móðurást eftir Kristínu Ómarsdóttur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,