Víðsjá

Svipmynd af hönnuði, Þú

Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður er gestur okkar í svipmynd dagsins. Búi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastörf, meðal annars fyrir mat framleiddan úr afgöngum og skordýrum. Hann rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf, starfar sem stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, og hefur kennt við Listaháskólann. Hann nam sálfræði við Háskóla Íslands áður en hann fór í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands og stundaði síðar nám í Eindoven Hollandi í samfélagsmiðaðri hönnun. Við ætlum kynnast Búa betur í þætti dagsins, heyra af starfi hönnuðarins og hverjar áherslurnar eru í heimi hönnunar í dag. Hvað gera hönnuðir annnað en búa til hluti og hvað þýðir hanna viðmót, upplifanir og ferla?

En áður en Búi Bjarmar sest niður í hljóðstofu skulum við snúa okkur bókmenntunum. VIð hefjum þáttinn á rýni í nýja ljóðabók. Gréta Sigríður Einarsdóttir hefur verið lesa bók Höllu Gunnarsdóttur, sem heitir Þú og þar sem hún yrkir um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns.

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,