Víðsjá

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar,Öllum hnútum kunnug, ímyndunarafl

Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi.

Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn.

En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Frumflutt

1. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,