• 00:02:48Í minningu Ísaks Harðarsonar
  • 00:09:06Bókbann og Lynx
  • 00:17:20Lúna - rýni
  • 00:27:19Jón Ásgeir Ásgeirsson á Myrkum músíkdögum

Víðsjá

Myrkir músíkdagar, Lynx Books, Lúna og Ísak Harðarson

Jónas Ásgeir Ásgeirsson er sjálfstætt starfandi harmonikkuleikari með búsetu í Kaupmannahöfn sem einblínir sérstaklega á flutning íslenskrar samtímatónlistar. Hann tekur þátt í tvennum tónleikum á Myrkum músíkdögum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og dúóinu No more no less. Við ræðum við Jónas Ásgeir í þætti dagsins. Við hugum einnig versluninni Lynx books stefnir á opna þann 1. apríl næstkomandi en búðin sérhæfir sig í sölu á bönnuðum bókum og er leið rithöfundarins Lauren Groff og eiginmanns hennar Clay Kallman til sporna við bylgju bókabanna sem gengur yfir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi og við heyrum í Þórði Sævari Jónssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur um ljóðakvöld til minningar um skáldið Ísak Harðarson.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,