• 00:02:13Sláturhúsið á Egilstöðum
  • 00:21:35Póstmódernísk kommóða: pistill
  • 00:31:27Benedikt Kristjánsson um Vetrarferðina

Víðsjá

Sláturhús, Vetrarferð, póstmódernísk kommóða

Í þætti dagsins verður rætt við Benedikt Kristjánsson tenórsöngvara sem segir meðal annars frá þessum forvitnilega Schubert-gjörningi sínum í fyrra á Beethoven hátíðinni í Bonn, sem fór ekki nema sæmilega vel en kenndi söngvaranum margt. Benedikt syngur Vetrarferðina í Salnum í Kópavogi annað kvöld og með honum leikur Mathias Halvorsen á píanó.

Og við fáum pistil frá Óskari Arnórssyni í þætti dagsins. Í veltir hann fyrir sér sögu, tilgangi og örlögum forláta kommóðu sem hann erfði frá vinum foreldra sinna. Þessi póstmóderníska kommóða var hönnuð af arkitektinum Pálmari Kristmundssyni á níunda áratug síðaustu aldar.

En við byrjum á Austurlandi, nánar tiltekið í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu, þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir var á ferðinni í síðustu viku. Hún leit inn til forvitnast um starfsemina og ljósmyndasýningu sem opnaði dyr sínar um liðna helgi.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson

Frumflutt

31. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,