• 00:02:01Mótettukórinn
  • 00:09:08Melanie Ubaldo
  • 00:28:42Korda samfónía

Víðsjá

Korda samfónía, Melanie Ubaldo, Mótettukórinn

Vestræn klassísk tónlist er ekki miðdepill alls, segir Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sem stýrir stórsveitinni Kordu Samfóníu. Korda samfónía er sennilega ein óvenjulegasta hljómsveit landsins því hana skipa bæði lfagfólk úr tónlist og fólk sem orðið hefur fyrir hverskyns áföllum og sem er í endurhæfingarferli. Sveitin byggir á stórsveit sem Sigrún setti saman í London fyrir rúmum 10 árum, þar sem helmingur hljómsveitarmeðlima eru nemendur við Guildhall listaháskólann þar sem Sigrún kennir, og hinn helmingurinn er heimilislaust fólk. Við ræðum við Sigrúnu í þætti dagsins, og einnig Ásu Dýradóttur, sem heldur utan um verkefnið undir formerkjum Tónlistarborgarinnar.

Myndlistarkonan Melanie Ubaldo er búinn þekkja veggina í Ásmundarsal með miklum samsaum, strigaefni í óreglulegum bútum sem ýmist er málað litríkum litum eða snúið við og saumað saman. Þarna er á ferðinni málverksinnsetning sem er eitthvað á annað hundrað fermetra, ef út í það er farið. Melanie er þarna undir áhrifum frá tuskum sem saumðar eru á heimaslóðum hennar, m.a. af móður hennar og vinkonum hennar í Filipseyjum. Við heyrum af tuskusaumi sem er innblástur sýningar Melanie í Ásmundarsal.

Einnig heyrum við í tónlistarmanninum og hljómsveitarstjóranum Bjarna Frímanni Bjarnasyni, sem hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Meðal þeirra er stjórn Mótettukórsins sem heldur vortónleika á morgun.

Frumflutt

17. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,