Víðsjá

María Mey, Velkomin til Téténíu

María Mey sem hin hreina mær hefur verið einn helsti innblástur listamanna af öllu tagi frá því hún kom fram á sjónarsviðið. Hin hreina og óflekkaða mær er þó ekki svo óflekkuð í huga allra og í seinni tíð hafa femínískir guðfræðingar varpað ljósi á allskyns annarskonar útgáfur af Maríu, sem í sumum tilfellum er nærbuxnalaus og dónaleg. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur er ein þeirra sem tekur til máls á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands á morgun, þar mun hún fjalla um birtingarmyndir Maríu í nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar, með vísan í fræðimenn og myndlisarverk Kristínar Gunnlaugsdóttur. Við ræðum við Sigríði í þætti dagsins.

Heimildarmynd um aðstæður hinsegin fólks í Téténíu verður sýnd í Bíó Paradís á sunnudaginn. Lucy Shtein, meðlimur Pussy Riot, segir hinsegin fólk ofsótt á svæðinu og mikilvægt muna aðstæður margra séu bágar í Rússlandi. Hún verður gestur okkar í þætti dagsins.

Frumflutt

9. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,