• 00:07:09Mannaldarsúpa og söfn
  • 00:22:16Fegurðin í hversdagsleikanum: Freyja Þórsdóttir
  • 00:32:34Að rekja brot: Daría Sól Andrews

Víðsjá

Að rekja brot, menning á mannöld, fegurðin í hversdagsleikanum

Í Gerðarsafni stendur yfir sýningin rekja brot, þar sem sex erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma og kúgun. Með því rekja brot sinnar eigin sögu og sjálfsmyndar rannsaka listamennirnir um leið stöðu sína í samfélaginu og setja fram á fjölbreyttan hátt. Daría Sól Andrews er hugmyndasmiður og sýningarstjóri sýningarinnar en hún segir viðfangsefnið hafa verið sér hugleikið til fjölda ára. Henni finnist vanta fjölbreytileika og sýnileika hér á landi, ekki bara í formi sagna og listaverka, heldur einnig í sýningahaldi, og þar auki tengi hún sterkt við efnið persónulega. Við ræðum við Daríu Sól í þætti dagsins.

Við ræðum einnig við Bergsvein Þórsson, safnafræðing og dósent við Háskólann á Bifröst um safnastarf á tímum mannaldar. Er umhverfisvitund fyrst og fremst gluggaskraut til þess létta á mannaldarmóralnum? Getur menningarstarfsemi lagt eitthvað til í umhverfis- og loftslagsmálum?

Einnig heyrum við pistil frá Freyju Þórsdóttur sem í dag fjallar um fegurðina í hversdagsleikanum. Það gerir hún meðal annars með hliðsjón af ólíkum hugmyndum um guðleikann og skoðar í því samhengi muninn á transhúmanískri hugsun og heimspeki Simone Weil.

Og svo hugum við ljóðum en í dag er alþjóðlegur dagur ljóðsins.

Frumflutt

21. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,