• 00:02:30Ólöf frá Hlöðum
  • 00:21:46Didda les bréf Ólafar
  • 00:34:21Freyja Þórsdóttir

Víðsjá

Ólöf frá Hlöðum, Didda les bréf Ólafar, Freyja Þórsdóttir pistill

Ólöf frá Hlöðum er meðal umfjöllunarefna í þætti dagsins. Tilefnið er út er komin í bókarformi grein sem hún skrifaði við upphaf síðustu aldar, og sem birtist fyrst í Eimreiðinni árið 1906. Bernskuheimilið mitt kallast þessi litla fallega græna bók sem Flóra menningarhús á Akureyri gaf út í haust.

Og af þessu tilefni verður endurfluttur pistill sem önnur skáldkona, Didda, flutti hér í Víðsjá árið 2021. Þann veturinn fjallaði Didda hér um ólíkustu hluti undir yfirskriftinni listin þrífast og í eitt skiptið rifjaði hún upp bréfaskriftir Ólafar frá Hlöðum við ekkju Þorsteins Erlingssonar.

Og svo ljúkum við þætti dagsins á því heyra nýjan pistil frá Freyju Þórsdóttur, heimspekingi, en hún verður með mánaðarlega hugleiðingar hér í þættinum fram á vorið. þessu sinni fjallar Freyja um framfarahugsun, tæknivæðingu og ljóðræna skynjun á heiminn. Við sögu kemur gervigreindar paradísin Ísland og ljóð eftir Mary Oliver og Emily Dickinson.

Frumflutt

19. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,