Víðsjá

Þjóðtungan, The Simple Act of Letting Go, Laust mál

Á fimmtudag fer fram minningarfyrirlestur Gauta Kristmannssonar um Sigurð Nordal í Eddu, húsi íslenskunnar, undir merkjum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber heitið Hvað þýðir þjóðtungan? Þar verður litið til hugmynda Sigurðar Nordals um samhengið í íslenskum bókmenntum og þær skoðaðar í spegli þýðinga og þróunar bókmennta á Íslandi og í Evrópu. Í framhaldinu verður reynt rýna í samtímann og hugsanleg áhrif gervigreindar á þjóðtunguna, íslenskar bókmenntir og þýðingar. Við ræðum við Gauta í þætti dagsins. Laust mál nefnist sýning sem opnuð var í Skaftfelli listamiðstöð austurlands á dögunum og samanstendur hún af verkum sem draga innblástur sinn frá ljóðlist og snertimörkum hennar við myndlist. Til sýnis eru allt frá bókverkum og skúlptúrum til gjörninga og myndbandsverka sem hafa kjarna ljóðsins útgangspunkti. Ásta Fanney Sigurðardóttir, annar sýningastjóra Laust mál kíkir til okkar í dag og ræðir um sýninguna, ljóðið og myndlistina. Dansverkið The Simple Act of Letting Go var frumsýnt af Íslenska dansflokknum á fjölum borgarleikhússins síðasta sunnudag. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, sviðslistarýnir Víðsjár, lét sig ekki vanta á sýninguna og segir frá í þætti dagsins.

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,