Víðsjá

S.W.I.M og Skuld

Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider gaf í gær út sína aðra breiðskífu sem kallast S.W.I.M hjá plötuútgáfunni A strangely isolated place. Þar er á ferð sveimtónlist, ambient tónlist í sex hlutum og tónlistin er enn fremur glædd lífi með vídjóverki eftir listarkonuna Örnu Beth þar sem umhverfin 6 taka á sig draumkennda mynd, ferðalag í gegnum órætt landslag. Við settumst niður með Gunnari í síðustu viku og ræddum sveimtónlist og sterk tengsl hennar við vísindaskáldskap, gervigreind og austurlenska heimspeki.

Hvað kemur til par á miðjum aldri hættir sambandi sínu og fjárhagsstöðu til þess feta í fótspor feðranna og gerast trillusjómenn? Það er ekki beint mikið um nýliða í stétt strandveiðisjómanna en þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson ákvaðu láta slag standa og gera út trilluna Skuld frá Rifi á Snæfellsnesi.

Kannski vegna þess þorskurinn hefur ekki klikkað síðan þjóðin mætti á skerið, eins og Kristján Torfi benti á í spjalli okkar. Þar auki ákvað Rut gera heimildamynd um fyrsta ár þeirra á Skuld og afraksturinn var frumsýndur á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg um liðna helgi þar sem hún vann hvatningarverðlaun dómnefndarinnar.

Þau Rut og Kristján segja ekki nægilega vel hlúð atvinnugreininni og hafa áhyggjur af stöðu hennar. Myndin átti í fyrstu vera heimild um þær pólitísku vangaveltur en úr varð persónulegt ferðalag inn í heim strandveiðanna.

Frumflutt

30. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,