Víðsjá

Svipmynd af Ragnari skjálfta og rýni í Samdrætti

Ragnar Stefánsson, eða Ragnar skjálfti, hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann kom heim frá námi og hóf störf á Veðurstofu Íslands fyrir meira en 50 árum. Hann er einn helsti jarðskjálftafræðingur landsins og hefur verið leiðandi í uppbyggingu mælakerfa og rannsóknum sem miða því spá fyrir um jarðskjálfta og draga úr hættum af þeirra völdum. Ragnar hefur líka lengi verið áberandi baráttumaður sósíalískra gilda og fyrir andstöðu við hersetu Bandaríkjanna á Íslandi. Ragnar hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, fyrir bókina Hvenær kemur stóri? - Bókin er yfir­lits­rit um jarð­skjálfta á Ís­landi, sett fram á aðgengilegan hátt, og er, samkvæmt umsögn dómnefndar, líkleg til vekja athygli lesenda á vísindum, á sviði sem varðar almenning mikið. Ragnar skjálfti er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

En áður en við fáum Ragnar til okkar hljóðstofu heyrum við leikhúsrýni frá Evu Halldóru Guðmundsdóttur. Hún lagði leið sína í Tjarnarbíó til sjá leikverk Matt Bartlett, Samdrætti. Þýðngu leikverksins gerði Kristín Eiríksdóttir og leikstjórn er í höndum Þóru Karítasar Árnadóttur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

15. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,