Víðsjá

Tumi Magnússon/svipmynd

Tumi Magnússon er fæddur í Reykjavík 1957 en ólst upp við jaðar Mosfellsbæjar í stórum bræðrahóp. Á heimilinu var myndlist upp um alla veggi og hugur Tuma stefndi alltaf í þá átt. Hann fór í Myndlista og handíðaskólann en ákvað hætta eftir fornámið og klára námið í Hollandi. Hann langaði í nýtt umhverfi en svo hafði það líka áhrif faðir hans, myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson, var þarna orðin lykilmaður í kennslu við skólann. Magnús varaði son sinn reyndar við því feta þessa leið en Tumi tók ekki mikið mark á því.

Hann er ekki mikið gefinn fyrir staðsetja sig á einum stað í listinni, en aðspurður segist hann kannski alltaf vera á slóðum konseptlistarinnar, og kannski megi líka tengja hann við Fluxus hreyfinguna. Tími, skynjun og hversdagslegar athafnir eru meðal hans helstu viðfangsefna og oft greina leikgleði og húmor í verkunum.

Meðfram listinni hefur Tumi kennt bæði við Listaháskóla Íslands og við Konunglegu dönsku listaakademínuna en hann hefur búið í Kaupmannahöfn síðustu 20 árin. Frá sinni fyrstu sýningu á Akureyri 1981 hefur Tumi verið ötull í sýningarhaldi, hér á landi og víða um heim. Um þessar mundir sýnir hann í Listasafni Reykjanesbæjar og kallast sýningin Héðan þaðan þangað hingað.

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,