Víðsjá

Cesar Alonzo Barrera, Langavitleysa/Chronic pain, Læknir verður til

Cesar Alonzo Barrera er lýrískur stórtenór frá Venesúela, óperusöngvari, hljómsveitarstjóri og auki píanóstillir. Cesar hefur búið á Íslandi í hálft ár og bíður niðurstöðu Útlendingastofnunar um alþjóðlega vernd. Cesar kemur fram á tónleikaröð Sönghátíðar Hafnarborgar og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræddi við hann og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngkonu og vinnufélaga Cesars.

Við fáum bókarýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur en hún var lesa nýja íslenska bók, Læknir verður til eftir Henrik Geir Garcia. Henrik Geir er læknir með átta ára starfsreynslu og hefur starfað á þremur sjúkrahúsum og yfir tuttugu heilsugæslustöðvum um land allt. Læknir verður til er skálsdaga en byggir á reynslu hans af því starfa í heilbirgðiskerfi sem löngu er komið þolmörkum.

Í D-sal Hafnarhússins er Breiðholtið alltumlykjandi en Dýrfinna Benita Basalan hefur þar sett upp sýninguna Langavitleysa/Cronic pain. Dýrfinna ólst upp í Breiðholti og í verkunum beinir hún sjónum sínum daglegu lífi þar í hverfinu, í blokkunum og leikvöllunum og sérstaklega jaðarsettum hópum samfélagsins. Spurningin sem liggur í loftinu snýr því hvort hægt finna jafnvægi í misskiptum heimi? Við lítum við í D-salnum í þætti dagsins.

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,