Konungssinnar í Kísildal

Frumkvöðullinn Peter Thiel

Í fyrsta þættinum fjöllum við um þýsk/amerísk/nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump. Peter Thiel er einn af mönnunum á bakvið Paypal ásamt Elon Musk og fleirum, hann á eftirlitsfyrirtækið Palantir og er einn helsti pólitíski hugsuður Kísildalsins. Árið 2009 lýsti hann því yfir hann hefði misst trúna á lýðræði og frelsi væru samrýmanleg.

Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:

Textar eftir Peter Thiel:

- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)

- Education of a Libertarian (2009):

https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/

- The Straussian Moment (2007):

https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf

Viðtöl við Thiel:

- Triumph of the Counter-Elites (2024):

https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/

- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):

https://www.theatlantic.com/politics/

archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/

- The state contains violence (2023):

https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg

Umfjallanir blaðamanna um Thiel

- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.

- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):

https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Konungssinnar í Kísildal

Konungssinnar í Kísildal

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því hann tók við embætti forseta hefur hann unnið því gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.

Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.

Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.

Þættir

,