Konungssinnar í Kísildal

Hannes Hólmsteinn og bandaríska hægrið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Konungssinnar í Kísildal

Konungssinnar í Kísildal

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því hann tók við embætti forseta hefur hann unnið því gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.

Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.

Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.

Þættir

,