Konungssinnar í Kísildal

Guðfræðingurinn J.D. Vance

Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla hlaut Vance inngöngu í laganám hins virta Yale-skóla. Þar kynntist hann örlagavaldi í sínu lífi, fjárfestinum Peter Thiel. Vance á marga vini í Kísildalnum og það mætti segja hann tengi saman tæknigeirann og þjóðernispopúlistana sem fylkja sér á bak við Trump.

Efni sem var notað við gerð þáttarins:

Sjálfævisagan Hillbilly Elegy eftir J.D. Vance (2016)

Aðrir textar og viðtöl við J.D. Vance:

How I joined the resistance - https://thelampmagazine.com/blog/how-i-joined-the-resistance

JD Vance speaks at private Teneo Network Event, Sept 21 - https://www.youtube.com/watch?v=XU7n4id7uSM

JD Vance on his faith and Trumps most controversial policies - https://www.nytimes.com/2025/05/21/opinion/jd-vance-pope-trump-immigration.html

Regime Change and the Future of Liberalism | Patrick Deneen, JD Vance Kevin Roberts & Christine Emba - https://www.youtube.com/watch?v=2ZbsiKEhy-8&t=2943s

Ræða á American dynamism-conference - https://www.presidency.ucsb.edu/documents/remarks-the-vice-president-the-american-dynamism-summit

Greinar um J.D. Vance og hugmyndir hans: How (and why) J.D. Vance does it - https://www.economist.com/united-states/2025/04/03/how-and-why-jd-vance-does-it

What is postliberalism? How a Catholic intellectual movement influenced JD Vance’s political views - https://www.pbs.org/newshour/politics/what-is-postliberalism-how-a-catholic-intellectual-movement-influenced-jd-vances-political-views

Pope Francis and JD Vance clash over “ordo amoris” - https://www.ncregister.com/cna/pope-francis-vance-clash-over-ordo-amoris

The rise of pronatalism - https://www.theguardian.com/us-news/2025/mar/11/what-is-pronatalism-right-wing-republican

The talented J.D. Vance - https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2025/07/jd-vance-reinvention-power/682828/

J.D. Vance's short career in venture capital - https://www.axios.com/2024/07/16/jd-vance-venture-capital-career

Frumflutt

27. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Konungssinnar í Kísildal

Konungssinnar í Kísildal

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því hann tók við embætti forseta hefur hann unnið því gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.

Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.

Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.

Þættir

,