Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. desember 2025

Skólameistari Borgarholtsskóla telur ákvörðun menntamálaráðherra um framlengja ekki skipunartíma hans pólitísk og spretti af afstöðu hans til breytinga á framhaldsskólastiginu og skómálinu svokallaða. Hart var sótt forsætisráðherra vegna ákvarðana og aðgerða ráðherra Flokks fólksins á Alþingi í morgun.

samgönguáætun er umdeild fyrir ýmsar sakir. Austfirðingar sakna nýframkvæmda og Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir segir óskynsamlegt byggja nýja flugstöð í Vatnsmýri.

Veiðifélög á Norðurlandi vestra hafa aftur höfðað mál gegn ríkinu vegna rekstrarleyfis fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfissjóður Bjarkar Guðmundsdóttur og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn fjármagna málsóknina.

Byrjað er loka samfélagsmiðlareikningum ástralskra unglinga. Lög sem banna börnum yngri en 16 ára vera á þessum miðlum taka gildi í Ástralíu eftir tæpa viku.

Ólaunuð vinna innan veggja heimilisins lendir frekar á herðum kvenna en karla samkvæmt nýrri könnun Vörðu

Kvennalandsliðið í handbolta spilar við Spán í kvöld í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Liðið ætlar standa sig betur en gegn Svartfellingum á þriðjudag.

Frumflutt

4. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,