Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. apríl 2024

Páskahretið er hægt og rólega ganga niður. Margir vegir hafa verið ófærir um helgina og færðin setur strik í reikning ferðafólks.

Hlutfall nýskráðra dísel bíla stórhækkaði í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Skráning á rafbílum dróst saman um tæp 84 prósent.

Þúsundir létu óánægju sína í ljós á fjölmennustu mótmælum gegn ríkisstjórn Ísraels frá upphafi stríðsins á Gaza. Stærsta sjúkrahúsið á Gaza er óstarfhæft eftir tveggja vikna umsátur Ísraelshers.

Andstæðingar Erdogans Tyrklandsforseta unnu sigur í borgarstjórnarkosningum í fjórum stærstu borgum Tyrklands í gær. Niðurstaðan þykir mikið högg fyrir Erdogan sem hafði tekið þátt í kosningabaráttunni.

Lén í nafni forsætisráðherra og orkumálastjóra voru stofnuð á dögunum, sem þykir gefa vísbendingar um möguleg forsetaframboð

Virkni mælst enn stöðug í eldgosinu og engar vísbendingar eru um það í rénun. Slökkvilið Grindavíkur berst við töluverðan gróðureld vestan við gosstöðvarnar.

Lífeyrissjóðir gætu orðið stór þátttakandi á leigumarkaði nái frumvarp fjármálaráðherra fram ganga.

Nokkur hundruð komu saman við Brandenborgarhliðið í Berlín á miðnætti og reyktu kannabis, í tilefni þess það er orðið löglegt í Þýskalandi. Það er þó aðeins löglegt til einkanota og fólk rækta allt þrjár plöntur heima hjá sér.

Frumflutt

1. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir