Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 04. október 2023

Þvert á allar spár ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans halda stýrivöxtum óbreyttum. Seðlabankastjóri segist ætla bíða og sjá til og þorir ekki lofa toppnum náð.

Altjón varð á búð í Hafnarfirði í nótt þegar kviknaði í þremur hlaupahjólum sem voru þar í hleðslu. Varðstjóri í slökkviliðinu segist aldrei á sínum 35 ára ferli hafa séð aðrar eins skemmdir af völdum hita, reyks og sóts.

Vesturveldin eiga lítið eftir af vopnum til senda til Úkraínu. Formaður hermálaráðs NATO hvetur vopnaframleiðendur til framleiða bæði meira og hraðar.

Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn í landsliðshóp Íslands í fótbolta í fyrsta sinn í tæp þrjú ár.

Fjármálaráðherra vill leggja sex króna kílómetragjald á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári, svo eigendur slíkra bíla greiði fyrir afnot af vegakerfinu eins og aðrir bílaeigendur.

Matvælaráðuneytið leggur aukið fjármagn í eftirlit með eldi í sjó og á landi. Þetta kemur fram í drögum stefnu sem kynnt var í morgun.

Sex þúsund tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir af COVID-19 bóluefnum. 360 eru flokkaðar sem alvarlegar.

Borgarstjóri vill neyslurými fyrir notendur vímuefna verði í sérútbúnum bíl. Leit föstu húsnæði fyrir starfsemina hefur staðið yfir í sjö mánuði.

Yfirvöld í Pakistan hafa skipað hátt á annarri milljón afganskra hælisleitenda yfirgefa landið fyrir fyrsta nóvember.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir