Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. september 2023

Yfir tvö þúsund hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í Marokkó á föstudagskvöld. Hjálp hefur enn ekki borist til nokkurra afskekktra þorpa vegna skemmdra og lokaðra vega.

Formaður kennarasambands Íslands segir ljóst þörf á betra regluverki í kringum persónuvernd eftir viðkvæmar upplýsingar frá kennara um nemendur í Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil krafa er gerð á kennara halda utan um upplýsingar nemenda.

Forsætisráðherra Bretlands ræddi meintar njósnir Kínverja í Bretlandi við forsætisráðherra Kína í morgun í tengslum við fund G20 ríkjanna. Grunur leikur á starfsmaður breska þingsins hafi njósnað fyrir Kínverja.

Kona féll niður kletta við smábátahöfnina á Vopnafirði í morgun en hlaut ekki alvarlega áverka. Þetta er annað slysið í klettunum í vikunni -- hitt var banaslys.

Framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands telur hægt verði vinna lausn á kjaradeilum hljóðfæraleikara Sinfóníunnar og ríkisins. óbreyttu leggja um áttatíu hljóðfæraleikarar niður störf í lok september.

Sitkagrenitré sem stóð af sér aurskriðuna á Seyðisfirði fyrir hartnær þremur árum hefur táknræna merkingu í hugum bæjarbúa. Það fær nafnbótina tré ársins við hátíðlega athöfn í dag.

Kanadamenn tryggðu sér bronsverðlaun á HM í körfubolta eftir sigur á Bandaríkjamönnum í dag. Þeir bandarísku fara tómhentir heim, annað heimsmeistaramótið í röð.

Frumflutt

10. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,