Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. mars 2024

Formaður Samfylkingarinnar segir Alþingi og stjórnvöld hafi brugðist bæði neytendum og bændum með því samþykkja gallað frumvarp sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum.

Forseti ASÍ segir breytingarnar á frumvarpinu hafa komið þeim í opna skjöldu. Þær vinni gegn nýgerðum kjarasamningum.

Bandaríkin leggja innan skamms fram ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Bandaríkin hafa hingað til notað neitunarvald sitt í ráðinu gegn öllum slíkum ályktunum.

Það er mikil ófærð á Vestfjörðum og færð á Norður- og Norðausturlandi hefur versnað mikið í morgun. Víða á norðanverðu landinu er óvissustig vegna snjóflóðahættu. Ísfirðingar hafa ekki séð jafn mikinn snjó í mörg ár.

Rússar gerðu sprengju- og drónaárásir á raforkuinnviði í Úkraínu í nótt. Evrópusambandið ræðir hugmyndir um setja allt 50 prósenta toll á korn sem flutt er frá Rússlandi.

Aukin áhersla á efnahagslega sjálfbærni innan Evrópusambandsins kallar á ríkari hagsmunagæslu Íslands, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún ávarpaði leiðtogafund ESB í morgun í tilefni af þrjátíu ára afmæli EES-samningsins.

Íslandspóstur lokar mönnuðum póstafgreiðslum á tíu stöðum í sumar. Í staðinn getur fólk notað póstbox og fengið heimsendingar með póstbíl.

Íslands bíður úrslitaleikur við Úkraínu um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar, eftir 4-1 sigur á Ísrael í gær.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir