Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. febrúar 2024

Heitt vatn er tekið streyma í hús í bæjum á Suðurnesjum. Í nótt tókst tengja lagfærða hitaveituæð frá Svartsengi. Vonast er til hiti verði kominn á öll hús síðar í dag.

gögn staðfesta landris og kvikusöfnun heldur áfram við Svartsengi, líkur eru því á öðru kvikuhlaupi og eldgosi á næstu vikum.

Ísraelsher drap sextíu og sjö Palestínumenn í borginni Rafah í nótt. Læknar án landamæra vara við því fjöldamorð á Gaza stigmagnist.

Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir mikilvægt ákveðið hafi verið senda íslenska embættismenn til Egyptalands vegna þeirra Palestínumanna sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Stærsta verkefni utanríkisþjónustunnar koma fólkinu í skjól.

Norðaustan stormur gengur yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi fram á kvöld. Víða er slæmt ferðaveður og óvissustig er vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum.

Ekki tókst ljúka loðnumælingum sem hófust í síðustu viku. Rannsóknaskipin fóru í land um helgina vegna veðurs, en vonast er til þau komist aftur út í kvöld.

Símar og tölvur sakborninganna tveggja í hryðjuverkamálinu, höfðu geyma myndbönd af skotæfingum þeirra, stefnuskrár og myndbönd af skotárásum fjöldamorðingja, meðal annars í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi og leiðbeiningar um hvernig skuli búa til sprengjur.

Bolludagurinn er í dag. Við heimsækjum bakara í fréttatímanum.

Keníamaðurinn Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í umferðarslysi ásamt þjálfara sínum Í Kenía í nótt, aðeins 24 ára. Forseti Keníu, minntist Kiptums í morgun og sagði hann einn besta íþróttamann heims.

Frumflutt

12. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,