Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. október 2024

Mikill viðbúnaður er í miðborg Reykjavíkur vegna þings Norðurlandaráðs og komu Úkraínuforseta. Götum hefur verið lokað og vopnaðir lögreglumenn sinna eftirliti. Búist er við auknum netárásum á íslenskar heimasíður.

Tíu börn liggja inni á Barnaspítalanum þar af þrjú á gjörgæslu eftir E.coli hópsýking kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík.. Barnalæknir segir líkur á flytja þurfi fleiri börn á gjörgæslu.

Tveimur var bjargað úr fiskibát sem strandaði við Súgandafjörð í morgun. sögn formanns björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri voru aðstæður til björgunar góðar og engan sakaði.

Samfylkingin og Viðreisn mælast með mest fylgi í nýrri könnun. Hvorki Vinstri græn Píratar manni inn á þing samkvæmt könnuninni.

Stjórnarandstaðan í Georgíu hefur boðað til mótmæla við þinghús landsins í dag. Flokkarnir hafna niðurstöðu kosninga og sumir þingmenn ætla ekki þiggja þingsæti.

Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. óbreyttu hefjast verkföll í níu skólum á morgun.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir