Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. febrúar 2024

Enn gýs á Reykjanesskaga, en dregið hefur verulega úr virkni gossins sem hófst í gærmorgun. Tvo gosop eru enn virk. Skjálftavirkni er óveruleg. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær og heita vatnið á Suðurnesjum er á þrotum.

Um tuttugu manns unnu viðgerðum á heitavatnslögn á Reykjanesskaga í fjórtán stiga frosti í nótt. Vonast er til hægt verði prófa setja heitt vatn á lögnina þegar líður á daginn.

Svalt er í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli en allar flugferðir virðast vera á áætlun þrátt fyrir vatnsskort.

Unnið er því tryggja ástandið á Reykjanesskaga valdi sem minnstum skaða, segir umhverfis- og orkuráðherra. Mikilvægi tenginga ljóst og betra hefði verið hafa Suðurnesjalínu 2 tilbúna eins og hún hefði átt vera.

Írsku lögreglunni hafa borist nýjar ábendingar um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin fyrir fimm árum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti verður ekki ákærður fyrir vörslu trúnaðarskjala. Saksóknari segir forsetann vera roskinn og gleyminn mann sem rétt hlífa við málsókn.

Forseti Rússlands segir útilokað Rússar tapi stríðinu við Úkraínu. Stríðið verði ekki stöðvað nema Vesturlönd hætti útvega Úkraínumönnum vopn.

Dagur Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Japans í handbolta lausu. Allt stefnir í hann taki við stórliði Króatíu.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,