Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. ágúst 2024

Tveggja erlendra ferðamanna er enn leitað á Breiðamerkurjökli eftir ís hrundi yfir ferðamenn í gær. Einn er látinn og annar liggur alvarlega slasaður á spítala. Tugir björgunarmanna eru á vettvangi.

Strangari löggjöf þarf um íshella- og jöklaferðir segir varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna. Félagið harmar slysið í Breiðamerkurjökli og kallar eftir rannsókn. Slysið verður rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Ung stúlka sem varð fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur um helgina er enn þungt haldin. Sextán ára piltur var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöld, grunaður um hafa stungið stúlkuna og tvö önnur ungmenni.

Hundrað eldflaugum og jafnmörgum drónum var skotið á