Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. febrúar 2024

Grindvíkingar bera alla ábyrgð á skyldum og sköttum af fasteignum sínum þar til fasteignafélag í eigu ríkisins hefur fengið þær í sína vörslu. Vinnsla hófst hjá fiskvinnslufyrirtækinu Einhamri í Grindavík í morgun.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur tímabundið hætt matarsendingum til Norður-Gaza, þar er ástandið stjórnlaust. Ísraelsmenn hafa gert árásir í Sýrlandi og á Vesturbakkanum í morgun.

Fyrirséð er það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár eftir metveltu í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ósammála því ferðaþjónustan keyri upp verðbólgu.

Innan við 10% íbúa Evrópusambandslandanna hafa trú á Úkraínumenn vinni stríðið við Rússa. Evrópusambandið hefur kynnt nýjar viðskiptaþvinganir á Rússa vegna stríðsins.

Berklar greindust hjá nemenda í níunda bekk Háteigsskóla í Reykjavík í vikunni. Nokkur tilfelli berkla greinast hér á landi á hverju ári.

Bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir mikið hagsmunamál nýtt tengivirki á Hryggstekk í Skriðdal verði tilbúið eins fljótt og mögulegt er. Með því væri hægt draga úr skerðingu á afhendingu raforku á Austurlandi.

Framkvæmdir eru hafnar á við Miðgarðakirkju í Grímsey, en þær töfðust um tæpt ár vegna fjárskorts. Rúm tvö ár eru síðan kirkjan brann til grunna.

Erlendir ferðamenn hafa síðustu daga villst um slóða og fáfarna vegi nærri Bláa lóninu. Leiðsögutæki Google beina þeim þangað vegna mikillar umferðar verktaka og viðbragðsaðila.

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,