Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. maí 2024

Kona sem hefur verið ákærð fyrir svipta sex ára son sinn lífi og reyna bana eldri syni sínum játar sök en ber við ósakhæfi á verknaðarstundu. Málið var þingfest fyrir luktum dyrum í morgun.

Grindvískir leigjendur sem þegið hafa sértækan húsnæðisstuðning greiða hærri leigu en aðrir. Um 880 heimili hafa fengið stuðning frá því í nóvember.

Stofnuð verður nefnd um málefni Grindavíkur. Innviðaráðherra segir hún taki við ýmsum verkefnum bæjaryfirvalda og almannavarna.

Sendinefnd frá Hamas er á leið til Egyptalands ræða vopnahlé á Gaza. Leiðtogi samtakanna segist skoða vopnahléstilboð Ísraelsmanna með opnum huga.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga hófst í morgun. Allir tólf forsetaframbjóðendurnir mætast í kappræðum í sjónvarpssal í kvöld. Mikið er í húfi fyrir frambjóðendur, segir stjórnmálafræðingur.

Fulltrúi minnihlutans í Reykjavík telur yfirsýn yfir rekstur borgarinnar hafi miklu leyti glatast í fyrra. Hagræða þurfi meira án þess það bitni á íbúum.

Höfuðstöðvar Fiskistofu í Borgum á Akureyri eru lokaðar tímabundið eftir þar fannst mygla. Skoða þarf alla bygginguna til útiloka myglu á fleiri stöðum.

æfing á tvíslá hefur fengið heitið Aðalsteinsdóttir í dómarabók Alþjóðafimleikasambandsins. Æfingin er nefnd eftir fimleikakonunni sem gerði æfinguna fyrst - Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,